LJÓTUR LYGAVEFUR
Sjálfstæðismenn ætla að ljúga sig útúr þeim vanda sem þeir komu þjóð í. Nú fara þessir alræmdustu lygarar Íslands um víðan völl og dreifa óhróðri um þá sem virðast ógna þeim mest. Staðreyndin er aftur á móti sú að ógnin sem sjálfstæðismönnum stafar mest hætta af, er Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur - mesta lygaklíka landsins.
Nú segja sjálfstæðismenn í auglýsingum að VG vilji ekki olíuleit.
Þetta er lygi.
Nú segja sjálfstæðismenn í auglýsingum að VG ætli að leggja eignaskatt á gamalmenni - segja að af 30 milljónkróna eign muni fólk þurfa að borga 50 þúsund krónur á mánuði.
Þetta er lygi.
Núna segja sjálfstæðismenn í auglýsingum að best sé að treysta Bjarna Ben og Þorgerði Katrínu.
Þetta er lygi.
Sjálfstæðismenn segja í auglýsingum að vinstrimenn ætli að hækka skatta og lækka laun.
Hið sanna er: Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað skatta meira en nokkur annar flokkur og auk þess hefur sami flokkur skapað meira launamisrétti en nokkur annar flokkur á Íslandi.
Nú segja sjálfstæðismenn í auglýsingum að þjóðin geti treyst á Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta er lygi. Hið sanna er: Við getum treyst því að sjálfstæðismenn haldi áfram að ljúga. Þetta kunna þeir best og lygi er það sem þeir treysta á - rétt einsog sekur maður treystir því að sannleikurinn komi ekki í ljós.
Núna hefur Bjarni Ben
bundist tryggð við Fjandann
því lætur hann sín lygagen
leysa allan vandann.
Kristján Hreinsson, skáld