Fara í efni

KRISTJÁN UM GUÐNA

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist í síðustu vikur vera ánægður með að losna úr amstri stjórnarinnar og sagðist nú vera búinn að taka útúr sér beislið og laus nið hnakkinn.

 

Vart það hneykslar hérlent pakk

þótt heimskur Guðni þeysi

með ekkert beisli, engan hnakk

og algjört stefnuleysi.

 

 

Kveðja,
Kristján Hreinsson