KÚRDAR Á FLÓTTA
Þakka þér fyrir umfjöllun þína um ofsóknir á hendur Kúrdum í Tyrklandi. Þú bendir réttilega á að þar með er búinn til nýr flóttamanavandi. Mér þótti þetta ríma fullkomlega við nýlega frétt Eyjunnar um flóttamenn frá Kúrda héruðum Tyrklands sem nú verða fyrir ofsóknum.
Kúrdar eru upp til hópa ágætisfólk sem kemur úr menningarheimi ekki ósvipuðum okka,r til dæmis hvað varðar lýðræði og jafnrétti kynjanna. Þannig að þeir ættu að vera aufúsugestir.
En helst vilja þeir væntanlega vera heima hjá sér - alla vega ekki láta hrekja sig frá heimahögunum. Ég er þér sammála að við eigum að beina sjónum okkar að fyrirbyggjandi aðgerðum ekki síður en lausn vandans þegar búið að búa hann til!
Sjá frétt Eyjunnar: http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/01/10/sagdi-gladbeittum-kurda-fra-thvi-ad-island-vaeri-lokad-atti-erfitt-med-ad-gangast-vid-thjoderni-minu/
Sunna Sara