Fara í efni

KVEÐJA Á JÓLUM

Vinum og ættingjum og öllum öðrum lesendum þessarar síðu sendi ég hugheilar jólakveðjur.

Nú þráum við að heyra friðarboðskap úr munni sérhvers manns.

Víða um veröldina ríkir vargöld, hún er veruleiki milljóna manna hvern einasta dag, á Gaza, í Úkraínu, Sýrlandi, Kúrdistan, Súdan ... sumt fáum við að vita um, annað ekki eftir því sem hentar ráðandi öflum.

Undirrótin er yfirgangur og drottnunargirni, ásælni í auð og ríkidæmi og síðan hefnigirnin, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Þessi hugsun verður að víkja fyrir þeirri hugsun sem var boðuð fyrir rúmum tvö þúsund árum um fyrirgefningu í stað hefndar. Sá boðskapur þarf að ná inn í stjórnmálasál heimsins. Mahatma Gandhi vildi uppræta það sem hann kallaði syndirnar sjö:

 

Stjórnmál án gilda

Ríkidæmi án vinnu

Unaður án siðgæðis

Þekking án dómgreindar

Viðskipti án sanngirni

Vísindi án samkenndar

Tilbeiðsla án fórnarlundar

Ég óska öllum gleðilegra jóla.

-----

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.