KVENFÓLKIÐ RÆÐUR!!
07.01.2025
Hér nýja árið fáum flott
Kvenfólkið með valdið
Íhaldið eltir eigið skott
og elítu niðri haldið
Lagast þá smátt og smátt
smælingjar ná að anda
Enn íhaldið mun hafa hátt
og Framsókn að vanda.
MEIRA FJÖR
Bjarni sér bregður frá
búist við tjóni
Formannsefni í felum lá
fagna því Jóni.
JANÚAR. 2025
Á síðasta ári illa fór
auðvitað var kosið
Bjarni bætti í yfirklór
og vinstrið frosið.
Hér vandamálin nú víða sjáum
vordagarnir nálgast brátt.
Með verðbólgu og vöxtum háum
og húsnæðisverð of hátt.
Bjarni fór í ljótan leik
og líkkistu salinn (Jón Gunnars)
Eina vininn ekki sveik
drepa á HVALINN.
Höf.
Pétur Hraunfjörð.