Fara í efni

KVÓTI, HAMINGJA, KREPPA OG FL.

Ef kvótann ég ætti
ég ýmisleg mætti
Ég hokri þá hætti
ég hamingju bætti.

Bjarni segir ekki vera auðséð að kórónaveiran hafi grundvallaráhrif á stöðu þeirra fátækustu!

Þeir fátækustu fá ekki neitt
Þar fallið verður lítið
þessu verður þó ekki breytt
því hinir fá svo mikið.

,,DÓMSMÁLASTÝRAN‘‘

Herkvaðningu hún lagði til
þar hljóp á sig daman
Ung að árum ei þekkir skil
og endaði framann.

,,KREPPU-BÆTURURNAR‘‘

Fimmþúsundkallinn fæ ég brátt
flest hérna eigum að verða sátt
það léttir mikið
og þá fyrir vikið
á skíði fer og skemmti mér dátt.

Á skíðum vel þar skemmti mér
skunda nú heim því veikur er
í sóttkví má dúsa
með bland í brúsa
á gardínu fylliríi hér heima fer.

Höf. Pétur Hraunfjörð