KVÓTINN ER UPPHAFIÐ
17.12.2009
Kvótinn er upphafið að misskiptingu og græðgisvæðingu íslensks þjóðfélags. Maður sem átti skip á réttum tíma, fær um aldur og ævi úthlutað auðæfum, burtséð frá því hvort hann stundar veiðar eða ekki. Kíló af óveiddum þorski er selt á 250 kr. Miðað við 150 þús tonna úthlutun, gera það þrjátíuogsjö milljarða á ári. Með öðrum tegundum getum við haft í allt ca. 50-60 milljarða króna í auðlindagjald. Ef þessi stjórn ætlar sér ekki að gera breytingar á kvóta nema á yfir tuttugu árum og láta okkur þar með verða af 1000 milljörðum, þá er þetta tilgangslaus stjórn. Ef ungur maður sem er að hefja sjómennsku getur greitt 250 kr fyrir kílóið, af hverju geta ekki allir gert það?
mkv.
Hreinn K