LANDAKOTSBÖRN
01.03.2015
Gleðilegar voru fréttirnar í vikunni um að fram sé komið frumvarp um sanngirnisbætur til barnanna sem urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla. Auðvitað ætti Kaþólska kirkjan að borga þetta en fyrst hún gerir það ekki og sennilega getum við ekki þvingað hana til þess þá er ekki um annað að gera en ríkið greiði. Það lofar góðu að fulltrúar allra flokka skuli standa að frumvarpinu.
Sunna Sara