Fara í efni

LANDIÐ AFGIRT FYRIR PENINGA-MENN?

Sæll Ögmundur.
Varðandi Nubo og Grímsstaði á Fjöllum: Tel að gera eigi greinamun á landi og fasteignum (Róbert Spanó gerir ekki þennan greinamun í grein í Fréttablaðinu í gær). Víða erlendis er mikið af landi komið í einkaeigu. Það er þá afgirt og ekki aðgengilegt fyrir almenning og/eða ferðamenn. Tel mikilvægt að við á Íslandi varðveitum frjálst aðgengi að náttúrunni, þ.a. okkar afkomendur vakni ekki einn góðan veðurdag með mannheldar girðingar í allar áttir. Ef að hægt er að setja inn ákvæði um að ekki megi skerða aðgengi komandi kynslóða að náttúru landsins, þá væri það frábært. Tel að í tilfelli Nubo, þá sé hugsanlega í lagi að reisa hótel, en að það ætti að fara varlega í að leyfa þá þróun að einhver prósent af landinu okkar verði afgirt og bara til afnota fyrir fjársterka aðila, sem að kaupa sér aðgang að því.
Kveðja,
Héðinn