LANGAR OKKUR ÞANGAÐ?
Í einkavæddum heilbrigðiskerfum þarf fólk að treysta á einkatryggingar til þess að öðlast rétt til góðrar læknisþjónustu og aðhlynningar.
Lítum til fréttar sem birtist á mbl.is fyrir fáeinum dögum en þar segir frá skrifum pistlahöfundarins Dereks Beres sem fékk eistnakrabbamein á sínum tíma. Skrif Dereks endurspegla veruleikann í einkavæddu heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna þar sem allt er undir því komið að fólk sýni fyrirhyggju og kaupi sér tryggigu. Ef ekki, þá getur illa farið:
„Í gegnum tíðina hef ég horft á eftir tveimur vinum sem létust af völdum krabbameins. Hvorugur var sjúkratryggður. Annar gat ekki safnað peningum til þess að fá lækningu. Hinn gat það, en það var einfaldlega of seint." Sjá hér.
Sjálfstæðisflokkinn dreymir sem kunnugt er einkavæðigardrauma. Þeir draumar gætu hæglega orðið okkar martröð ef við höldum ekki vöku okkar gagnvart stjórnvöldum - eða langar einhvern inn í þann veruleika sem hér er lýst?