LÁNLAUS VERKAMNNAFLOKKUR
04.04.2020
Þá er Verkamannaflokkurinn breski búinn að sparka Jeremy Corbyn og velja sér nýjan formann, man ekki hvað hann heitir, það á eftir að koma. Bernie Sanders er líka á leið í úreldingu vestur í BNA og í staðinn kominn einn álíka spennandi og nýi formaður Verkamnnaflokksins breska. Sá síðarnefndi flutti tíu mínúntna ávarp sem var sjónvarpað og streymt í dag. Ég reyndi að hlusta en eftir þrjár mínúntur var ég farinn að hugsa til jólanna, hvað ætti að kaupa í jólagjafir. Lengur hélt hann ekki minni athygli. Eflaust á hann eftir að hljóta þá umsögn að vera aðgerðarlítill og þess vegna farsæll!
Þetta veit ekki á gott í heimi sem þarf á breytingum að halda.
Þurftum við að fá þessi skipti ofan á veiruna?
Jóel A.