LÁTIÐ EINKA-GEIRANN Í FRIÐI!
Sæll Ögmundur.
Ég sagði einu sinni fyrir löngu þegar þú byrjaðir þinn pólitíska feril á alþingi, "þennan mann vil ég sjá í stjórn" , "Af hverju?" spurði félagi minn. Svar mitt var einfald. "sjá hann standa við stóru orðinn í verki" Nú hef ég séð það og orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þú fékkst allt sem þú baðst um og hljópst svo frá því. Þín stóru orð eru nú sem loft í mínum heyru eftir aðgerðir þínar síðustu ár í ríkisstjórn og meðlimur í einum stjórnarflokknum. Er ekki tími til kominn að þú dragir þig algerlega út úr stjórnmálum þar sem málfluttningur þinn hefur borið skipsbrot. Mín reynsla af afskiptum stjórnvalda hefur valdið mér miklum vonbrigðum og sést það best á öllu ruglinu með OR þrátt fyrir tíð sjálfstæðisflokk, R-lista og allra flokka sem settið hafa við stjórnborðið frá því að ég fékk atkvæðisrétt. Er ekki tækifæri nú til að sjá fyrir alvöru hvernig einkageirinn virkar því stjórnvöld hafa sýnt það í verki að þau kunna ekkert með náttúruauðlindir Íslands að fara. Ef maður er á móti bara til að vera á móti þá gerist ekki neitt. Tökum fagnandi raunverulegu erlendu fjármagni og erlendri ábyrgð. Ég get ekki séð að íslensk stjórnvöld hafi fjármagn, né stjórn til að kaupa og reka orkufyrirtæki lengur. Ég hef góða vissu fyrir þvi að í þessum heimi eru til menn sem hafa áhuga á að gera eitthvað gott í þessum heimi og það hefst ekki með boðum og bönnum. Ég vil sjá hvernig Magma Energy gengur að borga niður skuldir HS-orku og skila einhverju til baka til samfélagsins og svo hvernig stjórnvöldum gengur að borga niður skuldir OR og skila einhverju til samfélagsins. Þú og þinn flokkur getið reynt það með OR. látið einkageiran í friði.
Símon Jónsson
simon@talnet.is