LAUNAFÓLKI HÓTAÐ
31.03.2011
það er rétt sem þú segir í pistli þínum um hótanir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur í hótunum, ekki bara við ríkisstjórnina. Hann hefur fyrst og fremst í hótunum við launafólk! Ef ríkisstjórnin fer ekki að mínum vilja, segir hann, fáið þið engar kjarabætur. Er þetta hægt? Hvers vegna spyrja fjölmiðlar ASÍ og SA ekki út í lýðræðislegan rétt þeirra? Í mínum huga er engin innistæða fyrir þessu valdi sem þeir Vilhjálmur og Gylfi taka sér.
Sunna Sara