Fara í efni

LAXÁRLÝÐRÆÐI, UPPRUNAFÖLSUN OG FLEIRA

Alþingisspillingin umfangsmest,
allmargir stíga ekki í vitið.
Í Laxánni virkaði lýðræðið best,
lausnin var dýnamitið.

Með almannasjóðina ætla að valsa,
auðlindum stolið og rænt.
Erlendis ræturnar uppruna falsa,
með íslenskri vottun um grænt.

LEGSTEINNINN OG VALDIÐ

Græðgin manninn í gröfina bar,
í gróðanum lítið var haldið.
Því leiðin endaði að lokum þar,
legsteinninn merkir valdið.

MAFÍAN VILL INNVIÐI

Nú mafían er á miklu skriði,
margur illur gróður.
Þjóðin byggði upp þessa viði,
þar er falinn sjóður.

… OG DÓMSTÓLARNIR FYLGJA

Framkvæmdavaldið fyrst er það,
falskt ég umboð kenni.
Djúpríkið línuna dregur á blað,
dómstólar fylgja henni.

Kári