Fara í efni

LEIÐTOGAPRÓFKJÖR TIL AÐ FESTA LEIÐTOGA Í SESSI

Mikið er ég sammála gagnrýni þinni á hugmyndir sem fram hafa komið á hugsanlegt leðitogaprófkjör í R-listanum, í svari þínu til Hafsteins í lesendadálkinum í fyrradag. Þú segir réttilega að þetta hljómi sem "kall aftan úr fornöld", og ég held líka að sé rétt að þetta komi fyrst og fremst "úr hálsi þeirra sem vilja foringjaræði." Þeir sem mest leggja upp úr foringjakosningu er gjarana það fólk sem síðan vill að foringjarnir ráði. Ég hef grun um að þetta sé einmitt andinn sem nú svífur yfir vötnum í Samfylkingunni og ekki að undra að þessar hugmyndir séu komnar þaðan..
Sunna Sara