LEITIN AÐ ARFTAKA
,,HVER ER ÞETTA?‘‘
Vitið smátt en hafði hátt
hélt oft miklar ræður
Veistu um hvern við er átt
ei voruð flokksbræður.
,,VOR Í VÆNDUM‘‘
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt
Þá lifnar gleði gamanið hefst
geislar bros á vöngum
Tækifæri og tilefni þá gefst
að taktfast við göngum.
,,Æææ nú fór í verra‘‘
Breska kófið nú bættist við
bagar heil ósköp landann
Helst skal forðast fjölmennið
og ekki draga andann.
,,GULLGOSIБ‘
Það örlar á örlitlu brosi
sjáum öll bættan hag
því líkur á langtíma gosi
fjármálum koma í lag.
,, Gosfræðingarnir‘‘
Vitanlega þeir vita ekki neitt
en vilja um það tala
Fullt af aurum fá þeir greitt
fyrir að mala.
ASÍ leggst gegn opnun landamæra
Drífa nú leggur því lið
langflest það mærum
Að landinn nú fái frið
fyrir útanað óværum.
Litla gosið í Geldingadal gæti gasmengað höfuðborgarsvæðið
Litið gos í Geldingadal
við Grindavík sjáum
Við almættið tókum tal
nú túristana fáum.
Inga segist sjá ljósið í enda ganganna?
Við gangendann sér lítið ljós
lætur sig ekki þvinga
Fyrir það fær hún mikið hrós
húrra fyrir þér Inga.
SÖGULEGT ,,Lögbrot Lilju Alfreðsdóttur‘‘
Lögbrot sitt Lilja kærði
landsrétti áfrýjun færði
Að öllu ósekju
kafnar úr frekju
´ún lítið á þessu lærði.
LEITIN AÐ ARFTAKA
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Hitnar í kolunum í ríkisstjórn?
Andskoti nú andar kalt
á rísstjórnarfundum?
Drekka ættu meira malt
og brosa stundum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.