Fara í efni

LÍFSLEIÐI OG AFLEIÐINGAR HANS

Sæll Ögmundur.
Hverjir hafa ekki heyrt af einstaklingum og þá sérstaklega ungmennum sem skyndilega hafa fengið lífsleiða og að eina leiðin sé fyrir þau að enda líf sitt hér í jarðvistinni. Nánustu ástvinir fara um leið að skoða hvað hafi komið fyrir og hver sé orsökin fyrir þessum atburði sem á endanum heltekur þá í angist sinni. Það er ekki auðvelt að koma með einfalt svar við þessu en það tók mig 40 ár að fá sjálfur svarið til að veita ættingjum sem svo var ástatt fyrir og það var að ekki sé nokkur leið að sjá þetta fyrir þar sem léttirinn við að taka skrefið/ákveða að gera þetta að gleðin nær yfirhöndinni hjá viðkomandi en á þeirri stundu skynjar einstaklingurinn ekki umhverfi sitt eða sinna nánustu heldur sitt eigið eingöngu. Flestir vilja ekki að þeirra sé leitað og gera þetta því sem næst heimili sínu eða inn á því þar sem þeim er ekki ljós sú kvöl sem ættingjar munu þurfa að ganga í gegn um við atburðinn. Þeir ættingjar sem lenda í svona áföllum þurfa mikla hjálp og langvarandi stuðning því hætt er við í einstaka tilfellum að lífsleiðinn læðist að þeim líka í sorginni. Haustið 2008 og fram á haust 2011 verður mörgum heimilum gífurlega erfitt og kvíði ég fyrir því að hjörtu munu bresta undan álaginu þegar enga björg er að fá því er afar áríðandi að fylgjast vel með sínum nánustu og nágrönnum því öll erum við á sama bátnum í sama brimrótinu. Við skulum öll senda góðar hugsanir til ættingja þeirra sem misst hafa sína nánustu á vofeigilegan hátt og senda þeim birtu og yl í kalin hjörtu.
Góðar stundir,
Þór Gunnlaugsson