LITLU JÓLIN Í SAMFYLKINGUNNI
Nú fer það fjöllum hærra að ungir Samfylkingarmenn ætli að skera upp herör gegn ráðningu héraðsdómara á Akureyri. Finnst það vera mál málanna að lýsa á hinar pólitísku tengingar við ráðninguna. Gott og vel, ágætt að einhverjir nenni að hugsa um þetta sem mér finnst þó varla geta talist mál málanna. Það sem mér finnst vera mál málanna er að ungt Samfylkingarfólk skuli taka því þegjandi að Þjórsánni sé fórnað á altari stóriðju, heilbrigðiskerfið einkavætt, lagst í duftið fyrir hernaðarhyggju Bush og NATÓ - allt án þess að heyrist múkk frá hinni ungu Samfylkingu. Dauðaþögn. Ungu Samfylkingarfólki virðist vera skítsama. Það er bara þegar félagarnir úr lögfræðideildum háskólanna keppa um stöðu sín í milli og hugsanlega hægt að koma höggi á Davíð Oddsson vegna þess að sonur hans á í hlut - þá fyrst eru jólin í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar.
Kv.
Grímur