LOFSVERT FRAMTAK KLAGEMAUER TV
Á opnum fundum sem ég hef staðið fyrir undanfarin misseri undir heitinu Til róttækrar skoðunar, hafa í seinni tíð verið á vettvangi aðstandendur Klagemauer TV á Íslandi.
Hugmyndafræði sem þessar sjónvarpsútsendingar byggja á birtist m.a. á eftirfarandi orðum úr fréttabréfi Klagemauer TV:
“Kla.TV hefur frá upphafi haft það á skjaldamerki sínu að styðja umræðu um hin aðskiljanlegustu mál með því að birta hina hliðina, hefur skilgreint sig sem vettvang fyrir óritskoðaðar fréttir. Oft er hin hliðin einmitt sú sem má sín minna í umræðunni, er þá brengluð eða bjöguð, jafnvel hædd á opinberum vettvangi. Við trúum á frjáls skoðanaskipti og að báðar raddir verði að heyrast svo hægt sé að mynda sér óhlutdræga skoðun.”
Í þessu samhengi er skiljanlegt að Klagemauer TV skuli hafa fylgst sérstaklega með umræðu um Orkupakka 3 (og þá einnig tilraunir til að þagga þá umræðu).
Hér má nálgast opinn umræðufund um orkupakka 3 á Selfossi fyrir skemmstu á vegum Miðfloksins en á honum komum við nokkur fram í nafni baráttusamtakanna Orkan okkar.
Sjá hér: https://newsletter.kla.tv//?id=996