LOKSINS!
Loksin loksins farin frá
lægri vexti megum sjá
Lífsins angist líður hjá
lyftum okkur upp á tá.
Þau mega öll fara frá
þeirra fáir sakna
Öll rauð græn og blá
ekki tókst að vakna.
Komið var upp í kok
af kúgunar valdi
Íhaldið líður undir lok
er í undan haldi.
Þar formaðurinn víst flúinn er
og fylgið hrunið líka
Enga framtíð flokkurinn sér
hann valdi fang ríkra.
,,SAMUR VIÐ SIG‘‘
Miðflokks íhaldið mikinn fer
margir nú í hann dóla
Hann Simmi líka hagnaðinn sér
og heimsækir TORTÓLA.
,,Jæja það náðist‘‘ þann 25. september
Nú áttræður ég orðin er
og ekkert amar að
Á sjóinn fer ef sýnist mér
alsæll nema hvað.
Njóta lífsins ég loksins geri
og lyfti mér á tá
þó háan aldur Hraunfjörð beri
fer hann sjóinn á.
Við lítinn fjörð eigum lítið kot
Þar lífsins gæða njótum
Á sólskinsdegi set bát á flot
og sjávarfangi upp rótum.
(Hjartanlegar hamingjuóskir kæri vinur, þú berð aldurinn vel eins og við var að búast. ÖJ)
,,Sumarið sem aldrei kom‘‘
Kári orti um sumarið sætt
Já sumir hafa drauma
En úti var hér varla stætt
í verstu tegund rauna
,,Já kæri vinur svona er lífið‘‘
Ég samúð mína sendi þér
sárt er bróður fráfallið
Ævina sér engin fyrir sér
óvænt fékk brott kallið
Höf. Pétur Hraunfjörð.