Fara í efni

LÖMUÐ ÞJÓÐ EÐA LÖT!

Hvort skyldi vera að Íslendingar séu latir og værukærir eða að þjóðfélagið sé orðið lamað eftir kaghýðingu undangenginna ára?
Þjóðin horfiur sljóum augum á hrægammasjóði kaupa bankakerfið af sjálfum sér  á meðan þjóðin tekur bakföll yfir 15 ára gömlum blekkingarleik sem allir vissu út á hvað gekk - alla vega í grófum dráttum. Auðvitað var gott að fá þetta fram en meiri áhuga hef ég á því sem er að gerast núna.
Og nú er byrjað að rukka fólk fyrir að ganga á fjöll !!! Sé ég ekki marga andæfa þessu nema þig eins og fyrri daginn. Samt heyrir maður að allir, ALLIR, eru þessu andvígir.
Ríkisstjórn og ráðherra ferðamála ganga erinda rukkaranna eins og fyrri ferðamálaráðherrann.
Hvað á að gera til að vekja þessa lömuðu eða lötu þjóð?
Jóel A.