LÝÐRÆÐI BYGGIR Á TJÁNINGARFRELSI
Þú og flokksmenn þínir stóðuð ykkur vel í vantrausts baráttunni á Alþingi nú á dögunum. Allar ræður ykkar voru markvissar, málefnalegar og góðar, en persónulega fannst mér þér takast best upp, flutningur og innihald ræðu þinnar var til fyrirmyndar! sbr. http://www.althingi.is/raeda/136/rad20081124T150226.html
Það sem ég vil ræða lítillega er hegðun Ingibjargar Sólrúnar, sem er raunar svívirðileg ef fólk áttar sig á því sem hún staglast á í tíma og ótíma. En það er að allir sem mótmæla henni og gjörðum núverandi stjórnvalda, "séu aðeins að gefa sitt persónulega álit," sem sé að gapa duttlungum út í loftið sem ekkert eigi að taka mark á, en enginn hafi rétt til að tala fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, jafnvel þó að yfir 70% þjóðarinnar taki undir orð viðkomandi mælanda. Líklegast mundi Ingibjörg sletta þessari niðurlægingu framan í Jón Sigurðsson Forseta og samherja hans væru þeir lifandi. Svo þykist hún að vera sanngjörn með því að segja með sinni leiðinlegu yfirborðskennd, að jafnvel hún merkilegur ráðherrann geti ekki einu sinni talað fyrir hönd þjóðarinnar!
Það má með sanni segja að Ingibjörg geti ekki talað fyrir hönd nema í mesta lagi 30% þjóðarinnar, en hvert einasta mannsbarn sem kemur saman á Austurvelli á hverjum laugardegi eða stóð í anddyri og utanhúss til að taka þátt í borgarafundinum í Háskólabíó, og mun koma saman á Arnarhóli, hvernig sem veirar, getur talað fyrir sína hönd og sinna eins og honum eða henni sýnist! Hvort sem Ingibjörg, ég eða aðrir séum sammála. Ef Ingibjörg heldur að hún geti gelt málefnalegt mál manna með því að segja að þeir hafi ekkert umboð til að tjá sig þá fer hún alvarlega villur vegar. Hún virðist misskilja og hundsa grundvöll lýðræðisins, sem sé tjáningarfrelsið. Þetta er vísbending um mikið dómgreindarleysi!
Ég skal vera sammála Ingibjörgu um að hún og hennar kumpánar hafa ekki umboð þjóðarinnar eins og mótmæli og skoðanakannanir sanna. En þá er spurningin hví Ingibjörg og Geir séu að hlífa sökudólgunum sem hafa alrænt þjóðina og hví telur þetta fólk sig hafa umboð til að undirrita samninga sem skuldbindur íslensku þjóðina í skuldafen langt fram í aldir, sem mun jafnvel eyðileggja tilverugrundvöll þjóðarinnar? Því fer hún og Geir Hilmar ekki eftir vilja háttvirts iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar og fái leyfi þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu áður en þau geri nokkuð viðvíkjandi Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og samsærisþjóða hans. Enn betur, því segja núverandi stjórnvöld ekki af sér nú þegar, eins og stjórnarandstaðan og þjóðin fer frammá?
Úlfur