LÝÐRÆÐISRÍKIÐ ÍSLAND VERÐUR AÐ STANDAST SAMANBURÐ
Kæri Ögmundur.
Ég hef ennþá trú á því að þú sért ekki í "klúbbnum" þrátt fyrir að Ólafur Þvagleggur sé ennþá starfandi - Ég hef raunar komist að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera erfitt fyrir heiðarlegan mann að stýra þessu ráðuneyti, og komast á snoðir um viðbjóðinn í lokuðu og læstu skúffunum... Þú ert, held ég, í svipaðri stöðu varðandi Lögregluna og forverar þínir voru gagnvært þrálátum sögum um barnaníðinga í Kirkjunni, og þöggun yfirmanna... Þeir hljóta að hafa spurt sig: getur þetta verið satt - svona mikið ógeð hjá jafn "heiðarlegri" stofnum og Kirkjunni (Lögreglunni). - En við vitum svarið Ögmundur: Já ógeðið er staðreynd. Þú getur ekki hummað þetta af þér...þú getur heldur ekki látið þetta bíða...stjórnin er nú ekki beinlínis á traustum fótum. Þú verður að tjá þig opinberlega um þessi mál áður enn það er of seint! Erum við ekki sammála um það að lýðræðisríkið Ísland eigi að standast samanburð við hreint fasista-ríki, þegar kemur að því að hafa eftirlit með lögreglunni?
1) Birgitta Jónssdóttir, 27 janúar 2009: "Stundum vantar í umræðuna að margir lögregluþjónar, sér í lagi úr hinni svokölluðu óeirðarsveit brutu lög og fóru offorsi gegn mótmælendum. Þeirra ofbeldi var fyrst og fremst kveikjan af því að reiði.... fordæmi þá aðför sem greinileg var að ljósmyndurum og upptökufólki sem voru á staðnum."
2) Egyptaland, 13. júlí 2011: Nærri 700 yfirmenn í lögreglu í Egyptalandi verða á næstu vikum leystir frá störfum vegna aðildar þeirra í því að berja niður mótmæli í landinu fyrr á þessu ári. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/07/13/um_700_logreglumenn_reknir/
3) Nú er 2011 og ekki er ennþá búið að rannsaka þátt Lögreglunnar í því að koma af stað ofbeldi í öllum mótmælum frá 2008... engin rannsókn á óþarfa og fáránlegu ofbeldi Lögreglunnar í flestum á þessum mótmælum.. engin rannsókn á árásum Lögreglunnar á ljósmyndara... engin rannsókn á því hvers vegna "rannsóknin" á máli níumenninganna fór fram án þess að aðal sönnunargagnið, myndbandsupptakan, væri athugað, skoðað eða tekið til greina...það bara gleymdistþþeða hvað? Inspector Clouseau? -
Hvaða skýringu hefur þú á þessu framferði "rannsóknarlögreglumanna"?
MBK
Símon Falkner
PS 1) Á næstunni mun ég senda þér afrit af bréfi mínu til Umboðsmanns Alþingis(sem ég mun sennilega skrifa um helgina og senda eftir helgi), þar sem ég mun biðja um rannsókn á vinnubrögðum lögreglunnar varðandi auglýsingastarfsemi fyrir Taser umboðið á Íslandi, sem fólgst m.a. í bréfaskrifum lögreglumanna, þar sem farið var með ljótan áróður af vefsíðu umboðsins sem heilagan sannleik, og mun ég sérstaklega fara yfir glæpsamleg skrif Snorra M, formanns, þar sem hann fór með ótrúlegar lygar: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/formadur-logreglumanna-um-rafbyssur-thetta-er-ogedslega-vont--en-gerir-mikid-gagn?page=2&offset=70 - Ég mun einnig fara yfir þátt umboðsmannsins, H. Helgason, sem er dagskrágerðarmaður hjá 365, eða var það lengst af amk.