Fara í efni

LYGAFRÉTTIR UM EFNAVOPNA-ÁRÁS AFHJÚPAÐAR

Hinn 14. apríl í fyrra gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland - undir merkjum NATÓ - eldflaugaárás á Sýrland til að hefna meintrar efnavopnaárásar Sýrlandsstjórnar á eigin þegna viku áður.

Fljótlega kom á daginn að málatilbúnaður NATÓ byggði á uppspuna.

Enn er verið að rannsaka málið en nú bregður svo við að vitni sem leidd voru fram í vestrænum fjölmiðlum á sínum tíma, mállaus og óafvitandi um aðstæður, eru ekki tekin lengur alvarlega hjá sömu fjölmiðlum þegar þau hafa fengið málið og séð hvernig þau voru misnotuð til að spinna upp lygavef.

Talsvert hefur verið skrifað um þetta á þessari vefsíðu, eftirfarandi m.a. rétt eftir árásirnar:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvad-veist-thu-um-atkvaedagreidslu-oryggisradsins
https://www.ogmundur.is/is/greinar/byrjad-ad-afhjupa-lygavefinn-i-stridinu-gegn-syrlandi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvernig-heimspressan-tekur-gagnryni

Ég hef lagt mig eftir því að fylgjast grannt með framvindu þessara mála og virðist mér hér vera trúverðug frásögn RT fréttastofunnar af atburðarásinni og því sem er að gerast nú. Þarna er m.a. viðtal við Peter Ford, fyrrverandi sendiherra Breta í Sýrlandi, og er hann ómyrkur í máli:

https://www.youtube.com/watch?v=kSZrMfdgw64