Fara í efni

MÁ LÆRA AF TSJERNOBYL-BÆNINNI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28.02/01.03.25.

Fljótlega eftir að Tsjernobyl-bænin eftir Svetlönu Aleksivitsj kom út í íslenskri þýðingu hjá Angústúru útgáfunni árið 2021 hóf ég lestur bókarinnar, en lauk honum ekki fyrr en nú fjórum árum síðar. Þetta var ekki vegna þess að bókin væri ekki áhugaverð eða illa þýdd. Þvert á móti var hún bæði grípandi og afbragðs vel þýdd og til marks um það fékk þýðandinn, Gunnar Þorri Pétursson, mjög verðskuldað, íslensku þýðingarverðlaunin fyrir vel unnið verk.
Tsjernobyl-bænin byggir á viðtölum við fjöldann allan af fólki víðsvegar að úr þjóðfélaginu.

Viðfangsefnið er kjarnorkuslysið í Tsjernobyl árið 1986 og afleiðingar þess. Tsjernobyl er í Úkraínu nálægt landamærum Hvíta Rús og þar er sögusviðið.

En Tsjernobyl-bænin tók á og var öll orðin útkrössuð í undirstrikunum og upphrópunarmerkjum áður en yfir lauk. Mér fannst nefnilega ég geta lært af þessari bók. Hún segir svo margt um okkur öll, manneskjurnar, sumt slæmt en líka margt gott.

Í fyrstu vildi heimsbyggðin öll vita allt um Tsjernobyl en aðeins örskamma stund - á meðan hún var að sannfærast um að sér stafaði engin umtalsverð hætta af þessu alvarlega slysi, sem leiddi til dauða og örkumlunar, sjúkdóma og skaðlegra erfðabreytinga sem enn eru að koma í ljós. En þetta var ekki talið snerta utanaðkomandi hagsmuni og þess vegna hvarf áhuginn fljótt.

En svo var það hið huglæga. Tsjernobyl gerði okkur öll að heimspekingum, sagði einn viðmælandinn í bókinni, það var ekki bara kjarnakljúfur sem sprakk heldur allt okkar gamla gildismat sagði annar, allt kom nú til endurskoðunar. Og þar er eflaust komin skýringin á undirtitli bókarinnar: Framtíðarannállinn.

Og í framhaldinu spyr ég, getur verið að við stöndum nú á tímamótum, að einhverju leyti sambærilegum; að öll þurfum við að taka heiminn til endurskoðunar – eða öllu heldur þá mynd sem við höfum af honum, heimsmynd okkar.

Þá gæti verið ágætt áður en við tökum til við að huga að eigin garði að skyggnast yfir í þann næsta. Ég hitti Rússa á dögunum. Hann sagði mér af konu sinni sem ásamt konum víðs vegar um Rússland kæmu saman flest kvöld í viku til að vefa ábreiður sem settar væru yfir skriðdreka svo að þeir greindust síður úr lofti. Mæðurnar, systurnar, eiginkonurnar vildu gera sitt til að vernda drengina sína sem hervaldið sendi í opinn dauðann. Eins er þessu farið handan víglínunnar. Viðbrögð mæðranna í Úkraínu fáum við aldrei að heyra fremur en hinna rússnesku. Aðeins tal þeirra sem úr fjarlægð hvetja til frekari átaka.
Þetta er gömul saga og ný.

En heimsmyndin er að taka breytingum, öll að skýrast. Talað er nú opinskátt um það sem barist er um af hálfu þeirra sem raunverulega stýra atburðarásinni: Hverjum skuli hlotnast auðlindir Úkraínu að stríðinu loknu. Þetta er ekkert nýtt en hefur engu að síður verið flestum hulið þar til nú að Trump gerir allt sýnilegt. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu eflaust geta sagt okkur hvað hafi verið að gerast síðustu árin með auðlindir Úkraínu.
Það þurfti ekki annað en tímabundið efnahagshrun á Íslandi til þess að hrægammar væru farnir að sveima yfir landinu. Þeir komu alls staðar að. Sama hefur gerst í Úkraínu nema þeir hafa verið fleiri og enn ágengari.

Þegar Evrópumenn voru búnir að drepa nokkra tugi milljóna manna og rústa álfunni í tvígang á fyrri hluta síðustu aldar var stofnað til Stál- og kola bandalags Evrópu, hugmyndin þá sú að með auknum viðskiptum og samskiptum ríkja yrði hægt að treysta friðinn.
Þegar járntjaldið féll var haldið áfram á þessari braut, viðskiptin efld milli austurs og vesturs, og nú töluðu sífellt fleiri máli friðar.

Svo sagði hergagnaiðnaðurinn stopp. Horfið skyldi af þessari friðarbraut. Hugveitur hans sögðu að nú ætti að koma í veg fyrir alla olíuverslun vestanverðrar Evrópu við Rússland og klippa síðan á öll samskipti, hvetja til hervæðingar, fjölga herstöðvum og efla viðbúnað í norðurhöfum; þröngva Rússum til að svara í sömu mynt – það myndi að lokum teygja þá og knýja til að ráðast í aðgerðir sem þeir réðu ekki við, Extending Russia, hét stefnumótunarplagg Pentagon árið 2019, löngu fyrir innrás Rússa í Úkraínu.

Öll Vestur-Evrópa hlýddi. Og grætur nú í örvinglan, veit ekki í hvorn fótinn á að stíga þegar Washington setur í afturábak gír. Rússar eru nefnilega farnir að selja olíu til Kína, hins nýja höfuðóvinar, kannski rétt að vingast ögn á ný við Rússland ef hægt væri slá tvær flugur í einu höggi, tryggja sér auðlindir Úkraínu og spilla jafnframt öllum vinskap austur til Kína.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín utanríkisráðherra eru enn ekki búnar að endurstilla áttavitann, hafa báðar verið í Kænugarði og lýst yfir stuðningi við áframhaldandi stríð. Það hafa þær gert með því að leggja fram viðbótarfé til vopnakaupa og segja Íslendinga standa þar einhuga að baki. Það er náttúrulega ósatt. Ég þekki í það minnsta einn sem er á öðru máli.

Ráðandi öfl í Evrópu virðast forðast friðinn. Það getur enginn leyft sér að gera. Hættan er hins vegar sú að við friðinn verði látið staðar numið og að við lærum ekki af því sem öllum ætti þó að vera orðið ljóst; að stöðva ber stríðin og kveða niður þau drottnunaröfl sem standa að baki þeim, hervaldið og auðvaldið.
Þetta er framtíðarannállinn.

 

CAN WE LEARN FROM THE CHERNOBYL PRAYER?

Soon after Svetlana Alexievich's Chernobyl Prayer was published in Icelandic by Angústúra Publishing in 2021, I started reading the book, but didn't finish it until now, four years later.

This wasn't because the book wasn't interesting or poorly translated. On the contrary, it was both captivating and the translation excellent, and as a testament to that, the translator, Gunnar Þorri Pétursson, very deservedly received the Icelandic Translation Award for a job well done.

The Chernobyl Prayer is based on interviews with a large number of people from all walks of life. The subject matter is the 1986 Chernobyl nuclear disaster and its consequences. Chernobyl is in Ukraine, close to the border with Belarus, and that is where the book is set.

But the Chernobyl Prayer took hold and was all crossed out in my underlines and exclamation marks when in the end it was done with. I felt I could learn from this book. It says much about all of us - the human condition - some things bad but also good.

At first, the entire world wanted to know everything about Chernobyl, but only for a short time - while it was convincing itself that there was no significant danger to itself from this serious accident, which led to death and disability, diseases and harmful genetic mutations that are still being discovered. But this was in the geographic vicinity of the nuclear plant not seen to endanger external interests. Therefore Chernobyl was soon forgotten.

But then there was a subjective side. Chernobyl made us all philosophers, said one interviewee in the book, it was not just a nuclear reactor that exploded but all our old values, said another, everything was now under review. And that is undoubtedly the explanation for the book's subtitle: The Chronicle for the Future.

And I ask if it could be that we were now at a turning point, to some extent comparable to Chernobyl; that now we all needed to review and er-evalute the world – or rather, the image we have of it, our worldview.

Then it might be an idea before we start thinking about our own garden to look over the fence to our neighbour.
I met a Russian the other day. He told me about his wife who, along with women across Russia, would come together most evenings every week to weave blankets that would be placed over tanks so that they would be less visible from the air. The mothers, sisters and wives wanted to do all in their power to protect their boys who were sent by the military to face open death in the battlefield. On the other side of line there are of course also mothers, sisters and wifes but we never hear their reactions any more than we do from the Russian side. We only hear from the war-mongers who from a safe distance encourage further fighting. This is an old story and a new one.

But our understanding of the world is changing; the worldview becoming clearer. What is being fought over by those who really control the course of events is now being openly discussed: Who will get Ukraine's resources after the war.
This is nothing new, but it has nevertheless been hidden from most people until now that Trump makes all things visible.
Future historians will undoubtedly be able to tell us what has been happening in recent years with Ukraine's resources. All it took was a temporary economic collapse in Iceland in 2008 and 2009 for speculators, vultures, to start hovering over our country. They came from everywhere. The same thing has happened in Ukraine, except they have been more numerous and more aggressive.

When the Europeans had killed several tens of millions of people and devastated the continent twice in the first half of the last century, the European Coal and Steel Union was formed, the idea being that through increased trade and friendly relations between countries, peace could be consolidated.

When the Iron Curtain fell, this path was continued, trade between East and West increased, and now more and more people were welcoming peace.

Then the arms industry put a stop to this.

The path of peace should be abandoned. Its think tanks said that now all Western European oil trade with Russia should be prevented and then all communications should be cut off, encouraging militarization, increasing the number of military bases and likewise military presence in the northern seas, thereby forcing Russia to respond in kind – this would ultimately force Russia to overstretch, take actions it could not handle, Extending Russia, was the name of the Pentagon's policy document in 2019, long before Russia's invasion of Ukraine.

All of Western Europe listened in awe. And now it sheds tears in despair, fearing peace more than anytthing, not knowing which foot to step on when Washington changes to the reverse gear.
But do not forget: Russia has started selling oil to China, the new arch-enemy. Perhaps it would be a good idea to make friends with Russia again if it were possible to kill two birds with one stone, secure Ukraine's resources and at the same time spoil Russia´s good relations with China.

Icelandic Prime Minister Kristrún Frostadóttir and Foreign Minister Þorgerður Katrín have not yet reset their compass, both have been to Kiev and declared support for an ongoing war. In deed they have done so by promising additional money for arms purchase and saying that Icelanders are unanimously behind it. That is of course untrue. I know somebody who thinks differently.

Dominant forces in Europe seem to be avoiding peace at all cost. No one should dare do that. The danger, however, is that peace will be left to chance and that we will not learn from what should have become clear to everyone: that wars must be stopped and the forces behind them, military power and vulture capitalism, dismantled.

This would be our Chronicle for the Future.

----------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.

Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/