Fara í efni

MÆLIR MEÐ FROSTA

Kæri Ögmundur,
Fyrir þremur vikum mætti í Silfur Egils Frosti Sigurjónsson og talaði þar um hvernig bankarnir auka við gjaldeyrisforða þjóðarinnar (prenta rafpeninga) og hirða af því vexti. Það vekur spurningar hvernig þessar stofnir hafa getað vaxið svo mjög síðustu ár, af hverju virðist enginn þjóð geta komið böndum á verðbólgu? Mér er sagt að iðnaðarbankinn hafi verið stofnaður í kjallara á sjöta áratug seinustu aldar, í dag á Íslandsbanki nánast undantekningar laust eitt af þremur veglegustu húsum í hverju einasta bæjarfélagi á landinu og skilar erlendum eigendum sínum milljörðum í arf hver einasta ár. Hvernig stendur á þessu? Þessi umbun er alltof há fyrir eintóma milligöngu með penga? Fer þessi peningaframleiðsla framhjá ráðamönnum þjóðarinnar? Fylgdi þetta regluverk með E.E.S samingunum? Það væri gott að fá allt uppá borðið og sennilega væri ráð að taka upp þennan samning því varla getum við talist frjáls fjólk á meðan húsfreyjur norður á Akureyri geta ekki selt köku bakkelsi vegna skorts á heilbrigðisvottorðum! Ég mæli með að fólk fylgist vel með bloggi Frosta Sigurjónssonar á mbl.is.
Kær kveðja,
Daníel