Magnús Þorkell Bernharðsson skrifar frá New York
Magnús Þorkell Bernharðsson hefur látið mjög að sér kveða í umræðunni um Írak enda manna fróðastur um málefni Austurlanda. Hann kennir við Hofstra háskólann í New York og er sérgrein hans nútímasaga Mið-Austurlanda. Hann hefur haldið fyrirlestra og námskeið hér á landi og hefur hann af og til sent hugleiðingar sínar í pistlaformi til “vina og vandamanna”. Þessir pistlar eru ekki aðeins fróðlegir og skemmtilegir. Hér skrifar fræðimaður af mikilli þekkingu um sitt sérsvið. Það er rós í hnappagat þessarar heimasíðu að hann skuli hafa ljáð því máls að birta þá hér. Annar pistillinn fjallar meðal annars um lýðræðið í Írak og Bandaríkjunum og myndbönd Osama bin Laden. Í hinum pistlinum er vikið að afstöðu Bandaríkjamanna til Evrópubúa, þá þýðingu sem Tyrkland hefur í valdataflinu, ræðu Osma Bin Laden og fundahöld á meðal Araba.