Fara í efni

MÁL AÐ LINNI?

Ég sé ekki betur en að stjórnarandstaðan hafi algerlega látið ríkisstjórnina taka sig í bólinu. Samkomulag um haustkosningar var feigðarflan frá upphafi. Ég heyri marga sem trúðu því að efnt yrði til haustkosninga með hraði, signa sig þegar  hvert stórmálið á fætur öðru  er keyrt í gegnum þingið og alltaf frestast þinglokin. Auðvitað átti að kjósa síðastliðið vor eins og krafsit var en ef ekki, þá næsta vor og að þingið gæfi sér þá betri tíma í vandaðri lagasetningu en við horfum nú upp á. Í lok síðustu viku var sagt að LÍN frumvarpið eigi að klára og önnur stórmál. Er ekki mál að linni?
Kjósandi og stjórnarandstæðingur