MÁLEFNI ALDRAÐRA FÁI FORGANG
Birtist í m-á-l-e-f-n-u-m Aldraðra 3.tbl.14.árg.2005
Málefni aldraðra eru nú í brennidepli sem aldrei fyrr og er það mín tilfinning að skilningur á nauðsyn þess að gripið verði til róttækra aðgerða fari nú vaxandi í þóðfélaginu. Þar kemur margt til.
Í fyrsta lagi er að nefna aðdáunarverða staðfestu hagsmunasamtaka aldraðra, Landssambands eldri borgara og staðbundinna félaga, Félags eldri borgara í Reykjavík og fleiri, í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks. Í öðru lagi hafa fjömiðlar verið vel vakandi á síðustu mánuðum. Morgunblaðið reið á vaðið með afar góðum greinum síðastliðið vor, DV hefur einnig sýnt ágæta spretti í sumar og önnur blöð að sama skapi. Umfjöllun í útvarps- og sjónvarpsstöðvum hefur einnig verið með ágætum og er óhætt að segja að umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins nú í haust hafi hreyft við mörgum.
Þá hafa forsvarsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra látið frá sér heyra, á Sólvangi í Hafnarfirði en einnig á öðrum heimilum, með málefnalegum skýringum á stöðu mála.
Síðast en ekki síst hafa aðstandendur aldraðs fólks látið til sín taka á eftirminnilegan hátt.
Á meðal aldraðra eru kjörin víða slæm
En hvað er það sem komið hefur í ljós í þessari umfjöllun?
Í fyrsta lagi erum við minnt á að ekki er hægt að alhæfa um stöðu aldraðra, hvorki í fjárhagslegu tilliti, heilsufarslegu eða hvað lífskjör og aðstæður snertir almennt. Hitt er þó ljóst að margt aldrað fólk býr við afar bágborin kjör. Þannig hefur komið fram að þriðjungur aldraðra, um 11.000 manns, er með 110 þús. kr. á mánuði eða minna. Ein
Tillaga Landssambands eldri borgara er sanngjörn, en hún gengur út á það að grunnlífeyrir verði hækkaður um 17 þús. kr., eða að öðrum kosti um helming þeirrar upphæðar, jafnframt því sem skatti yrði aflétt af þessari upphæð. Samkvæmt útreikningum sambandsins yrði niðurstaðan sú sama.
Kostnaður við sjúkdóma fer vaxandi
Varðandi lyfjakostnað og margvíslegan kostnað tengdan sjúkdómum hefur einnig hallað á. Þetta er nokkuð sem á við um landsmenn alla en þó er á það að líta, að eftir því sem aldurinn færist yfir er hætt við því að heilsu hraki og þar af leiðandi að tilkostnaður vaxi þegar það á annað borð gerist að sjúklingurinn er látinn borga meira beint úr eigin vasa.
Annað sem miklu máli skiptir þegar heilsufarið er annars vegar eru möguleikar á hjálp inn á heimilið. Þetta getur skipt sköpum um lífsgæði ein
Horft á biðlista - og nú, einnig á aðbúnað
Á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum eru nú um 270 ein
Fram undir þetta höfum við einblínt nokkuð á biðlistana sem er vissulega skiljanlegt í ljósi þess að þar er að finna þá sem eru í mestri neyð. Það sem hefur hins vegar breyst við umræðuna nú í haust er að nú er farið er að skyggnast meira um innan veggja hjúkrunar- og dvalarheimila og spyrja hvernig að fólkinu sem á annað borð kemst þangað inn er búið. Eins og allir vita er aðbúnaði víða mjög áfátt. Í mínum huga er óskiljanlegt að ekki skuli vera sett í algeran forgang að bæta þarna úr. Hér verða að eiga sér stað straumhvörf. Ég lít svo á að það hljóti að teljast algert forgangsverkefni að stórauka framlög til þessa málaflokks og láta þá eitt yfir öll heimilin ganga, óháð rekstrarformi. Það hneyksli er látið viðgangast, að heimili sem rekin eru í hlutafélagsformi fá hlutfallslega meira en hin sem ekki eru rekin með það fyrir augum að skapa eigendum sínum – handhöfum hlutafjárins - arð. Stjórnvöld jánka því að svona sé þetta en aðhafast ekkert. Ég vil taka það skýrt fram að krafan er sú, að jöfnunin eigi sér stað upp á við en ekki niður. Krafan er um aukið fjármagn til þessa málaflokks.
Tvöfalt kerfi?
En staðnæmumst ögn lengur við þessa umræðu. Varað hefur verið við því að innan heilbrigðisstofnana myndist tvöfalt kerfi. Fram hefur komið að aðstandendur hafa ráðið fólk til þess að fylgjast með öldruðum ættingjum og vera þeim til aðstoðar og sáluhjálpar. Í þessu sambandi vil ég nefna þrennt.
Í fyrsta lagi er langt síðan samtök launafólks á heilbrigðisstofnunum bentu á að undirmönnun væri farin að skapa verulegt álag innan veggja stofnananna, sem bitnaði harkalega á starfsfólki og einnig á því fólki sem þar dvelur. Það er nefnilega þannig á vinnustöðum eins og þessum, að fólk neitar ekki að taka á sig verkefni - á stundum ekki annarra kosta völ - þegar neyðin kallar, og þannig skapast hefð fyrir mjög óeðlilegu ástandi – vinnuálagi sem er fullkomlega óviðunandi.
Ef það nú gerðist að aldraðir, eða aðstandendur þeirra, færu að ráða til starfa inn á þessar stofnanir starfsmenn til þess að sinna hjúkrunarstörfum, þá værum við augljóslega komin með tvöfalt kerfi. Slíkt má aldrei gerast. Það má ekki þröngva aðstandendum til slíkra örþrifaráða. Slíkt gæti þó auðveldlega gerst ef þessar stofnanir eru lengi í miklu fjársvelti. Hins vegar verðum við að gæta okkar á því að kalla ekki úlfur úlfur þótt aðstandendur eða staðgenglar þeirra komi inn á hjúkrunarheimili til þess að vera ættingjum nærri, þeim til upplyftingar og sáluhjálpar. Slíka nærveru og hlýju veita starfsmenn þessara stofnana vissulega í ríkum mæli og það gefur auga leið að þeir hafa minni tíma til slíks ef undirmannað er. Hins vegar sé ég ekkert að því að ættingjar og þess vegna staðgenglar þeirra komi hér einnig við sögu, hvað þennan mannlega þátt varðar. Tel það meira að segja æskilegt, ef ekki bráðnauðsynlegt. Þarna geta línurnar þó verið æði óljósar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við vöndum okkur í þessari umræðu.
Þetta þarf að
Ég tel augljóst að grípa verði til mjög afgerandi aðgerða til þess að bæta stöðu aldraðra.
Taka þarf allan málaflokkinn, sem snertir kjör og réttindi aldraðra til gagngerrar og heildstæðrar endurskoðunar. Þar verði nálgunin út frá mannréttindum aldraðra.
Þá þarf að bæta kjör aldraðra. Það er staðreynd að fátæktin herjar á aldrað fólk öðrum hópum fremur. Á þessu þarf að ráða bót.
Í þriðja lagi þarf að horfa á kjör aldraðra í víðara samhengi en því einu að öldruðum verið forðað frá sárri fátækt. Við þurfum að sjálfsögðu að
Í fjórða lagi þarf að stuðla að mun fjölbreyttari valkostum fyrir aldraða með tilliti til búsetu. Ég hef áður talað fyrir því að byggðar verði litlar íbúðir í raðhúsalengjum með aðgangi að garði, nokkuð sem hentaði fólki á báðum endum aldursstigans, ungu barnlausu fólki og eldra fólki sem býr eitt. Aðrir kysu eftir sem áður að búa í fjölbýlishúsum, enn aðrir vilja halda sig við sitt gamla húsnæði hvar svo sem það er að finna, enn aðrir vilja – eða þurfa á því að halda að búa í vernduðu umhverfi dvalarheimila.
Öllum þessum þörfum þarf að mæta, með ráðum sem duga: Með sanngjarnri skattheimtu, með stórbættri heimahjúkrun og heimaaðhlynningu og með lægri lyfja- og heilbrigðiskostnaði. Þegar síðan fólk þarf á því að halda að fá dvöl á hjúkrunarheimili þá verður það að eiga þess kost, þannig að biðlistar verði aldrei lengri en þrír mánuðir að hámarki.
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er röng – henni þarf að breyta
Ég held að flestir ef ekki allir geti tekið undir margt af því sem hér er sagt og að það eigi líka við um ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann á þingi – alla vega þegar menn íhuga málin með sjálfum sér. En það er ekki nóg að finnast þetta sem ein
Grein um tengt málefni sem í fyrra birtist í sama blaði er HÉR