Fara í efni

MARGT SMÁTT ...

Tvær stuttar spurningar til þín Ögmundur. Jóhanna Sig. segir í Frbl.27.nóv.2009, að verði Icesave ekki samþykkt sé verið "að koma í veg fyrir allar þær stórframkvæmdir sem eru á döfinni". Tekur þú undir þessi stórkarlalegu orð Jóhönnu, sem að mínu mati fela í sér undarlega samtvinnaða réttlætingu fyrir Icesave og gamaldags stóriðjustefnu? Felst ekki vænlegri atvinnuuppbygging í að muna að margt smátt gerir eitt stórt og mun blómlegra til allrar framtíðar?
Pétur Örn

Þakka þér bréfið. Sammála er ég þér um að margt smátt gerir eitt stórt.
Kv.
Ögmundur