Fara í efni

MARKVISS FRAMSETNING?

Ég las í DV á áðan að þú hefðir bæði gagnrýnt bankana og keypt í þeim sem stjórnarformaður LSR. Nú þekki ég úr fjölmiðlum að þú gagnrýndir bankana. Vildir frekar halda velferðarkerfinu í landhelgi en bönkunum sem hneykslaði marga. En það sem ég spyr mig að er hvort stjórnarmaður í lífeyrissjóði eða fjármálafyrirtæki taki mikið af ákvörðunum um ráðstöfun fjármuna. Vissulega ber stjórn ábyrgð á fjárfestingarstefnu starfinu í heild sinni - en er ekki of langt gengið að persónugera einstakar fjárfestingar og segja þær þínar? Öll framsetning þessarar umræðu virðist vera sniðin til þess að koma á þig höggi. Í mínum bókum varst þú sá eini sem gagnrýndir þetta kerfi - og átt nú að taka fallið fyrir það. Þarna eru hræsnin og heimskan samferða og ríða ekki við einteyming.
G.