BSRB sýnir það framtak á hverju sumri að efna til Menningarhátíðar í orlofsbyggðum bandalagsins í Munaðarnesi. Opnuð er málverkasýning sem síðan stendur allt sumarið og er það Valgarður Gunnarsson sem sýnir að þessu sinni. Álftagerðisbræður munu syngja og Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona verður með upplestur. Nú sem fyrr er því leitað til bestu listamanna þjóðarinnar. Hátíðin hefst á morgun klukkan tvö og stendur í hálfan annan tíma. Þar sem mér er málið skylt vildi ég benda lesendum síðunnar á að kynna sér þetta efni á heimasíðu BSRB: hér