MERKISMAÐUR FALLINN FRÁ
07.09.2014
Öðlingurinn, skólamaðurinn og húmanistinn, Jónas Pálsson, er fallinn frá, níutíu og tveggja ára að aldri. Hjalti Hugason sagði í minningarorðum við útför Jónasar að aldrei hefði hann kynnst manni sem hafi haft eins langa framtíðarsýn og Jónas Pálsson!
Þetta held ég að séu orð að sönnu. Jónas Pálsson hugsaði mikið og djúpt um þjóðfélagsmál og vildi jafnan freista þess að sjá langt fram í tímann. Ég veit að ég mæli fyrir munn systkina minna að við nutum þess að ræða við Jónas þegar hann kom á heimili foreldra okkar en mikill vinskapur var með þeim. Sá vinskapur hélst fram í háa elli. Lá foreldrum mínum báðum einkar hlýtt orð til Jónasar og Ingu konu hans og fjölskyldu þeirra.
Jónasarnir tveir - faðir minn og Pálsson - höfðu átt mikla samleið í starfi á vettvangi fræðslumála, faðir minn sem fræðslustjóri í Reykjavík, Jónas Pálsson sem forstöðumaður sálfræðideildar skóla þar sem hann vann mikið frumkvöðlastarf. Síðar varð hann skólastjóri Æfingadeildar Kennaraskólans en starfsferli sínum lauk Jónas Pálsson sem rektor Kennaraháskólans.
Á heimili mínu heyrði ég ætíð talað um Jónas sem frjóan og gefandi hugsjónamann.
Faðir minn var fjórtán árum eldri en Jónas Pálsson og minnist ég síðasta fundar þeirra rétt fyrir andlát föður míns. Jónas Pálsson var þá enn í fullu fjöri en farið var að halla undan fæti hjá föður mínum. Var honum orðið tregt um mál. Það var magnað að fylgjast með samveru þeirra. Ekki mörg orð sögð en fullur skilningur. Orðin höfðu öll verið sögð löngu áður.
Uppeldis- og menntamál áttu hug Jónasar. Hann vildi hlúa að einstaklingnum og jafnframt samfélaginu öllu. Hann var mjög lifandi maður og meðvitaður um að stöðugt þyrfti að laga stofnanir og þar með menntakerfið að umhverfi sem sífellt tæki breytingum. Stöðnun var honum því eitur í beinum.
Mér þótti sérlega vel til fundið hjá séra Hjalta að vekja athygli á því að Jónas hefði verið liðtækur í gróðursetningu og ræktunarstarfi afkomenda sinna. Hafi hann helst viljað gróðursetja plöntur sem væru orðnar nokkuð við vöxt, enda hefði hann ekki tíma til að bíða eftir því að þær yrðu að stórum og fallegum trjám. Hann hafi jafnan grafið stórar holur svo vel mætti búa að rótunum og þar með vaxandi stofnum. Sérstaklega hefði hann sóst eftir því að gera gróðurvænlegar holur þar sem jarðvegur var grýttur! Þetta hygg ég hafi verið góð og táknræn líking við ævistraf Jónasar Pálssonar: Að vilja "yrkja...ógróinn moldarflöt" og leggja til atlögu þar sem þörfin var mest.
Hér má nálgast útfararræðu séra Hjalta Hugasonar en hún þótti mér góð! : https://uni.hi.is/hhugason/
Þetta held ég að séu orð að sönnu. Jónas Pálsson hugsaði mikið og djúpt um þjóðfélagsmál og vildi jafnan freista þess að sjá langt fram í tímann. Ég veit að ég mæli fyrir munn systkina minna að við nutum þess að ræða við Jónas þegar hann kom á heimili foreldra okkar en mikill vinskapur var með þeim. Sá vinskapur hélst fram í háa elli. Lá foreldrum mínum báðum einkar hlýtt orð til Jónasar og Ingu konu hans og fjölskyldu þeirra.
Jónasarnir tveir - faðir minn og Pálsson - höfðu átt mikla samleið í starfi á vettvangi fræðslumála, faðir minn sem fræðslustjóri í Reykjavík, Jónas Pálsson sem forstöðumaður sálfræðideildar skóla þar sem hann vann mikið frumkvöðlastarf. Síðar varð hann skólastjóri Æfingadeildar Kennaraskólans en starfsferli sínum lauk Jónas Pálsson sem rektor Kennaraháskólans.
Á heimili mínu heyrði ég ætíð talað um Jónas sem frjóan og gefandi hugsjónamann.
Faðir minn var fjórtán árum eldri en Jónas Pálsson og minnist ég síðasta fundar þeirra rétt fyrir andlát föður míns. Jónas Pálsson var þá enn í fullu fjöri en farið var að halla undan fæti hjá föður mínum. Var honum orðið tregt um mál. Það var magnað að fylgjast með samveru þeirra. Ekki mörg orð sögð en fullur skilningur. Orðin höfðu öll verið sögð löngu áður.
Uppeldis- og menntamál áttu hug Jónasar. Hann vildi hlúa að einstaklingnum og jafnframt samfélaginu öllu. Hann var mjög lifandi maður og meðvitaður um að stöðugt þyrfti að laga stofnanir og þar með menntakerfið að umhverfi sem sífellt tæki breytingum. Stöðnun var honum því eitur í beinum.
Mér þótti sérlega vel til fundið hjá séra Hjalta að vekja athygli á því að Jónas hefði verið liðtækur í gróðursetningu og ræktunarstarfi afkomenda sinna. Hafi hann helst viljað gróðursetja plöntur sem væru orðnar nokkuð við vöxt, enda hefði hann ekki tíma til að bíða eftir því að þær yrðu að stórum og fallegum trjám. Hann hafi jafnan grafið stórar holur svo vel mætti búa að rótunum og þar með vaxandi stofnum. Sérstaklega hefði hann sóst eftir því að gera gróðurvænlegar holur þar sem jarðvegur var grýttur! Þetta hygg ég hafi verið góð og táknræn líking við ævistraf Jónasar Pálssonar: Að vilja "yrkja...ógróinn moldarflöt" og leggja til atlögu þar sem þörfin var mest.
Hér má nálgast útfararræðu séra Hjalta Hugasonar en hún þótti mér góð! : https://uni.hi.is/hhugason/