Fara í efni

MESTU SVIK STJÓRNMÁLA-SÖGUNNAR

Sæll Ögmundur...
Ég óska Ásmundi Einari Daðasyni til hamingju með formannskjörið í félagi sjálfstæðissinna "í Evrópumálum".  Ég eins og þú er meðlimur í Heimssýn, sem ég vil frekar kalla Heimsýn, og báðir viljum við halda okkur utan afskipta og oks annarra þjóða!
Ég er einnig mjög á móti samþykkt Iceslaves á Alþingi áður en að dómstólar hafa skorið úr um hvort saklausum íslenskum almenningi sé skylt að greiða fyrir afglöp stjórnmálamanna og fjárglæpamanna!
Ég hef talið að með því að neita Iceslave, þá séum við einnig að neita Evrópuaðildinni og jafnvel afskiptum AGS af stjórnmálum Íslendinga, þó það sé fullkomlega réttlætanlegt að hafna Iceslave algjörlega, málefnalega á eigin grundvelli. 
Ég var mjög á móti að Alþingi leyfði aðildarviðræður við Evrópusambandið og ég og fjöldi annarra kjósenda hefðum aldrei kosið VG, hefðum við vitað að VG, hefði gert samkomulag við alþjóðakratana að hefja aðildarumræðurnar.  Sama má segja um að samþykkja að AGS tæki við stjórn landsins. Að "lán" og skuldir fjárglæpamannanna yrðu afskrifaðar, að margir hverjir sömu glæpamennirnir væru ráðnir af fjármálaráðherra til að endurreisa bankana og önnur fjármálafyrirtæki, að bankarnir yrðu áfram í einkaeign, að stjórnlaus  einkavæðingin og markaðshyggja yrðu liðin áfram, að enn yrði leyft leynimakk og undirferli gagnvart þjóðinni, o.s.f.v.  o.s.f.v!
Ögmundur, ég tel að samlagt, í heild sinni, sé um að ræða mestu stjórnmálasvik í sögu lýðveldisins, ef ekki frá landnámi!  Þá er ég að ræða um afglöp undanfarin 20 ár og áframhaldandi afglöp núverandi ríkisstjórnar, sem eru síður en svo betri!  Ódæðin eru fyllilega sambærileg við að leyfa bandarísku herstuna á Íslandi og inngönguna í NATO!  Þá segi ég munnfylli, því ég tel núverandi stjórnmálaþróun og óþjóðar landráðasvik, vera beina afleiðingu hersetunnar og því sukki og óþjóðar spillingu úrkynja fólks sem hún olli, og við þurfum enn að þola!
Ögmundur, það sem þarf er virkileg og rótæk þjóðleg bylting, hvað snertir þjóðrækni, stjórnmál og siðferði.  Við verðum því að byrja í grundvallaratriðum upp á nýtt frá því að lýðveldið var stofnað! 
Ögmundur, ég skora á þig af málefnalegum og réttlætis ástæðum að hafna Iceslave!
Ég skora á þig fyrir hönd þjóðarinnar að hafna og fella Iceslave!
Ég skora á þig þín vegna og mannorðs þíns að fella Iceslave!
Baráttukveðjur,
Helgi