MISTER BIGG SENDI SONINN
21.01.2025
Hervaldi ógna og heimskuna tjá
haga sér eins og Pútín
Trump feðgar vilja Grænland fá
og sendi litla kútinn.
Er gamanið að verða grátt
og gleðin líka dvína
Nú velta stöllur steinum við
en lítið upp þó tína.
Auðlindina við eigum enn
eitthvað má það skoða
þar er jú fé og feitir menn
er fjármunir við loða.
Íhaldið er nú farið frá
verndari fyrir þá ríku
Elítu klíkan vandi og vá
var ávallt í slíku.
Höf.
Pétur Hraunfjörð.