Fara í efni

MISVÍSANDI UMMÆLI RÍKISSTJÓRNARINNAR UM GEÐHEILBRIGÐISMÁL


Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í málefnum geðfatlaðra barna og unglinga. Hátt í tvö hundruð börn og unglingar eru á biðlistum hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og segja forsvarsmenn deildarinnar að ástandið hafi aldrei verið verra. Foreldrar segja að ástandinu megi líkja við að vera haldið í gíslingu. Staðhæfingar ríkisstjórnarinnar um að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að bæta ástandið er ekkert annað en kattaþvottur og eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali í morgun misvísandi og afvegaleiðandi. Forsætisráðherra segir að Barna- og geðdeild Landspítalans verði stækkuð og fjölgað búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Vísaði forsætisráðherra sérstaklega til þess að milljarður af söluandvirði Símans færi í slíkar framkvæmdir.

Hið rétta er að milljarðurinn af söluandvirði Símans er blekking. Þessi milljarður er ekki til sem eyrnamerkt upphæð sem treysta má að gangi til þessara verkefna. Þegar hefur sýnt sig að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun söluandvirðis Símans var blekking enda hefur komið á daginn að ýmsir liðir þess frumvarps hafa verið sviknir. Meira en helmingur – 600 milljónir - þess milljarðs sem heitið var til þess að bæta stöðu geðfatlaðra er enn óljóst loforð inn í framtíðina.

Dæmi um svikin "Landsímaloforð":

Árið 2007 áttu 1500 milljónir að fara í Sundabraut. Niðurstaðan varð 100 milljónir.
Árið 2007 áttu að fara 300 milljónir í Norðausturveg (af 1.500 milljónum). Niðurstaðan varð 0
Árið 2007 áttu 300 milljónir að fara í nýbyggingu fyrir Stofnun íslenskra fræða. Niðurstaðan varð 0.

Fleiri dæmi mætti nefna eins og nánar er gerð grein fyrir.

 

Hér að neðan er a) sundurgreining á umræddum milljarði og þar fyrir neðan b) eru dæmi um svikin á hinum margrómuðu „Landsímafjárlögum“ feitletruð:

 

a) Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., sbr. lög nr. 133/2005

7. gr.: Framkvæmdir í þágu geðfatlaðra (1.000 m.kr.)

2005: 200 m.kr.

2007: 200 m.kr.

2008: 300 m.kr.

2009: 300 m.kr.

b) Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., sbr. lög nr. 133/2005 (A) og 156/2006 (B)

Feitletraðir liðir tákna frestun á ráðstöfun söluandvirðisins frá því sem stóð til í upphaflega frumvarpinu frá 2005 (A) til þess sem var ákveðið með lagabreytingu í lok árs 2006 (B). Spyrja má hversu margar slíkar „frestanir“ komi til með að vera gerðar á næstu árum.

1. grein: 43 milljörðum skal varið til framkvæmda

2005-A

2006-B

2007-A

2007-B

 

 

 

2. gr. a. Sundabraut (8.000 milljónir króna)

 

 

1.500

100

2. gr. b. Breikkun Reykjanesbrautar (1.600 m.kr.)

700

700

2. gr. c. Gerð gatnamóta við Nesbraut (600 m.kr.)

 

 

600

400

2. gr. d. Vestfjarðavegur (700 m.kr.)

2. gr. e. Tröllatunguvegur við Arnkötludal (800 m.kr.)

 

 

400

200

2. gr. f.  Þverárfjallsvegur (300 m.kr.)

200

200

2. gr. g. Norðausturvegur (1.500 m.kr.)

 

 

300

0

2. gr. h. Hringvegur við Hornafjarðarfljót (800 m.kr.)

2. gr. i. Bræðratunguvegur (300 m.kr.)

2. gr. j. Suðurstrandarvegur (400 m.k.r)

3. gr. Uppbygging Landspítala (18.000 m.kr.)

300

200

200

4. gr. Landhelgisgæslan (3.000 m.kr.)

500

1.000

500

5. gr. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi (5.500 m.kr.)

1.000

1.500

1500

6. gr. Fjarskiptasjóður (2.500 m.kr.)

1.000

500

500

0

7. gr. Framkvæmdir í þágu geðfatlaðra (1.000 m.kr.)

200

200

200

8. gr. Nýbygging fyrir Stofnun ísl. fræða (1.000 m.kr.)

 

 

300

0

Upphæðir í milljónum króna                         Samtals

2.500

1.000

7.400

4.000

-2400