MISVÍSANDI UPPLÝSINGAR UM MANNAFLAÞÖRF Í HEILBRIGÐISKERFINU
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt skýrslu um þörf á starfsfólki í heilbrigðisþjónustunni á komandi árum. Forsvarsfólk hjúkrunarstéttanna hefur fagnað þessu framtaki og væntir aðgerða í kjölfarið. Stéttarfélögin hafa lengi varað við sinnuleysi í þessum efnum og hvatt til aðgerða. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft vakið máls á mannaflavandanum og þá ekki síður Sjúkraliðafélag Íslands sem hefur sýnt mikla árvekni í þessari umræðu enda skorturinn tilfinnanlegastur á starfssviði sjúkraliða.
Kristín Á Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins segir framtak ráðherra ágætt en fámál er hún enn um hina tölfræðilegu hlið málsins. Fyrir þá sem hafa kynnt sér þessi mál eru hrópandi andstæður í skýrslu ráðherra og fyrri rannsóknum um sama efni. Nú er talað um að fjölga þurfi sjúkraliðum um 50 á ári. Annað kom fram í skýrslu Landlæknisembættisins frá árinu 2001. Ég vitnaði í þá skýrslu á Alþingi 26. apríl sl. á eftirfarandi hátt: “Nú er þetta ekki nýr vandi og það ástand sem nú er uppi ekki ófyrirséð. Ýmislegt má nefna sem varpað hefur ljósi á þennan vanda og vil ég vísa í rannsókn sem gerð var á vegum landlæknisembættisins árið 2001 en þar kom fram að þá þegar vantaði sjúkraliða í rúmlega 850 stöðugildi. Það kom einnig fram að vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og þess að einhverjir hætta störfum á hverju ári fyrir aldurs sakir væri ljóst að fjölga þyrfti í heilbrigðisþjónustunni um 300 einstaklinga með sjúkraliðaréttindi á hverju ári á næstu fimm árum og síðan trúlega um 100 sjúkraliða á ári. Hvað hefur gerst? Í fyrsta lagi komu engir 850 sjúkraliðar í þær stöðuheimildir sem þurfti að fylla, hvað þá að 300 sjúkraliðar bættust við á ári hverju eins og skýrsla landlæknis kvað nauðsynlegt. Á árinu 2003 voru veitt 70 ný leyfisbréf, á árinu 2004 voru þau 120 og á síðasta ári voru þau 90 og fyrirsjáanlegt er að þeim fari fækkandi. Ég minni á að samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins hefði fjölgunin þurft að vera 300 á hverju ári ofan á 850.”
Þurfa rannsóknar
Þarna er mikil gjá á milli. Við þurfum að fá að vita hvor aðilinn er nær sannleikanum.
Hitt þarf enga rannsókn til að fá að vita hvar í pólitík menn eru staddir sem skrifa eftirfarandi texta í skýrslu heilbrigðisráðherra:
“Á frjálsum markaði ráðstafa neytendur og framleiðendur sameiginlega takmörkuðum gæðum með þeim hætti að hagkvæmasta nýting þeirra er tryggð. Þegar hinn frjálsi markaður leiðir ekki til ásættanlegrar niðurstöðu verður hins vegar að grípa til annarra ráða, til dæmis opinberra fjárveitinga eins og þekkist hér á landi. Slíkt fyrirkomulag getur hæglega leitt til þess að framboð á tiltekinni þjónustu verði minna en eftirspurnin og að biðlistar myndist.”
Sannast sagna ætla ég að leyfa mér að halda því fram að heilbrigðisþjónustan verði ekki afgreidd með alhæfingum af þessu tagi eins og skýrsluhöfundar Sivjar Friðleifsdóttur frá Hagfræðistofnun HÍ,
Umræður á Alþingi eru HÉR