Fara í efni

MOGGINN BRÁÐUM BÚINN MEÐ KRATARÚNTINN

Stundum er Mogginn skemmtilega líkur gömlu Prövdu í Sovét. Pravda var óþreytandi að púkka undir valdhafana, hvort sem þeir hétu Krutsjof, Bresnef eða Andropov eða eitthvað allt annað. Allt sem þeir gerðu var gott og rétt, já, alveg hárrétt. Alltaf sá Pravda um sína – handhafa valdsins hverju sinni. Mogginn sér um þetta hjá okkur. Hann dekrar við þá sem verma stólana í Stjórnarráðinu okkar. Í síðustu ríkisstjórn var það Framsókn auk að sjálfsögðu Íhaldsins. Nú er Mogginn bráðum búinn að fara Kratarúntinn. Það gerir hann með sérstökum viðhafnarviðtölum þar sem menn geta vart orða bundist yfir brilljans ráðherranna. Ég verð nú að segja að því er ég sammála þér Ögmundur að erfitt var að horfa upp á félagsmálaráðherra í flennifyrirsögn á forsíðu og í opnuviðtali sl. sunnudag gagnrýna hávaxtastefnu í sama mund og hún herðir að okkur húsnæðiskaupendum. Ákvörðun félagsmálaráðherra að lækka lánshlutfall frá Íbúðalánasjóði þýðir að ég fæ þaðan 13 hundruð þúsund kr. lægra lán en ég ella hefði fengið. Það þýðir að ég þarf að sækja þessa peninga annað – á hærri vöxtum!
Er hægt að taka ráðherrann alvarlega – eða Moggann ef því er að skipta?
Grímur