Fara í efni

MOHAMEDOU OG DEEPA Á SAMSTÖÐINNI

 

Aðgengilegt á Samstöðinni er nú viðtal við fyrrum Guantanamó fangann Mohamedou frá Máritaníu og dr. Deepu Govindarajan Driver háskólakennara og mannréttindasinna í Bretalndi.
Hér á síðunni hefur að undanförnu verið gerð grein fyrir komu þeirra hingað til lands til að tala á opnum fundi í fundaröðinni Til róttækrar skoðunar og til að vera við sýningu á myndinni Máritaníumaðurinn í Bíó Paradís.
Allt er þetta nú afstaðið en eftir stendur að fundinn er hægt að nálgast á netinu eins og ég hef gefið upp hér á síðunni og við hefur bæst viðtal Samstöðvarinnar við þau Mohamedou og Deepu í þætti Karls Héðins Kristjánssonar, Rauðum raunveruleika. Viðtalinu stýrir Karl Héðinn og gerir það afbragðsvel. Hvet ég fólk til að hlusta á þetta viðtal: https://www.youtube.com/watch?v=aA_zHarX8LY

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.