MYNDI BYLTA SÉR Í GRÖFINNI!
Sæll Ögmundur: Nú er verið að lesa ævimynningar Eiríks Kristóferssonar á rás 1 í ríkisútvarinu. Þar er minnst á hremmingar Snæbjarnar í Hergilsey og afa míns Guðmundar Björnssonar sýslumanns á Patreksfirði. Þeir hlupu upp á breskan togara inn á Breiðafirði 1910 til þess að vernda okkur fyrir arðráni Breta á okkar fiskimiðum. Það er með öllu óásættanlegt að LÍÚ geri kröfu fyrir hönd þeirra sem hafa stundað arðrán á Íslandsmiðum allar götur síðan að þeir eigi eignarrétt á auðlind okkar.
Stattu fastur á innköllun á nýtingarréti þeirra á auðlindinni. Ég er alinn upp við slagorðið "Stétt með stétt". Hvar í lífinu er það núna? Bjarni frændi minn mun örugglega bylta sér í gröfinni yfir þeim ósköpum sem yfir okkur ganga þessa dagana.
Eftirskrift: Ég hallast að því áliti Jónasar K., (jonas.is) að kjósendur séu meiri fífl en alþingismenn????. Ég styð þig Ögmundur þessa stundina!!!!! Stattu þig karlinn minn! Kveðja,
Guðmundur Bachmann
Þórðargötu 28 Borgarnesi