Fara í efni

MYNDUÐ ÞIÐ LOKA HRAÐBRAUT?

Er það rétt sem ég heyri frá frambjóðendum Sjálfstæðismanna að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé alfarið á móti einkareknum menntskólum? Einnig langar mig að vita hvort Vinstri grænir mundu loka skólum eins og Menntaskólanum hraðbraut ef þeir kæmust til valda ? Kær kveðja með von um gott gengi í komandi kosninum.
Rúnar Örn Birgisson

Nei, við myndum ekki loka Menntaskólanum hraðbraut, því fer fjarri. Við fylgjum engu að síður þeirri stefnu að skólakerfið - grunn og framhaldsskólar - eigi almennt að bvera á vegum hins opinbera. Innan kerfisins eigi síðan að þrífast fjölbreytni og sveigjanleiki. 
Utan hins opinbera kerfis hafa iðulega komið margvíslegir tilraunaskólar og er ekkert nema gott um þá að segja. Þegar hins vegar reynt var að gera almennan hverfis-grunnskóla að einkaskóla í Hafnarfirði fyrir fáeinum árum lögðumst við gegn því enda samtök kennara mjög eindregið á móti slíku ráðslagi. Spurningin er um hina almennu stefnu.
Kv. Ögmundur