Fara í efni

NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

Þessa vikuna hef ég fylgst með umræðuþáttum á Samstöðinni, nýrri sjónvarpsstöð þaðan sem Kvótann heim þáttunum í hverju sunnudagshádegi kl. 12 er sjónvarpað  https://kvotannheim.is/ .

Síðan er stöðin að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi með Sigurjóni M. Egilssyni, sem á sér langan og litríkan fréttamannsferil að baki, stýrði Fréttablaðinu um skeið fyrir allöngu síðan, Sprengisandi á Bylgjunni og nú vefmiðlinum Miðjunni.

Steinunn Ólína, Ásgeir Brynjar, Þuriður Harpa form. ÖBÍ, Jóhann Páll og Marínó G. krufðu atburði vikunnar í þættinum í kvöld en Gunnar Smári stýrði umræðunni. Fyrr í vikunni hafði fjöldi fólks komið að þessari umræðu á Samstöðinni, þar á meðal Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Það er nauðsynlegt að umræðan í þjóðfélaginu sé sem mest þá daga sem samfélagið er í uppnámi, ekki bara einhver umræða, heldur gagnrýnin uppbyggileg umræða eins og sú sem þarna hefur farið fram. Fyrir hana bera að þakka.