Fara í efni

NEI !

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir, ef þá ekki allir, sem hafa til þess getu, væru reiðubúnir að gera nánast hvað sem er til að koma samfélaginu til hjálpar við þær erfiðu og alvarlegu aðstæður sem nú eru uppi, taka að sér áður óþekkt verkefni, fara út fyrir samningsbundið starfssvið sitt og axla nýjar og óhefðbundnar byrðar ef nauðsyn væri talin á því.
En af fúsum og frjálsum vilja! ekki svona, ekki með lagalegu boðvaldi, ekki rekið til verka með píski!
Ætlun dómsmálaráðherra, væntanlega með samþykki ríkisstjórnarinnar, er rétt si svona að nema samninga um réttindi fólks úr gildi og leggja þau í geðþóttavald miðstýringarvalds.
Ég trúi því ekki að samtök starfsfólks í almannaþjónustu láti þetta yfir sig ganga!
Það yrði stórkostlega hættulegt fordæmi ef stjórnvöld geta með neyðarlögum að sinum geðþótta haft réttindi af launafólki og gert því skylt að hlíta skipunum óháð eigin vilja.  
https://www.althingi.is/altext/150/s/1176.html