Fara í efni

"NEI, NEI, ÞAÐ HEFUR EKKI VERIÐ RÆTT... EKKI, EKKI, JA,... NEI, NEI"


Geir H.Haarde, forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að VG væri ábyrgt fyrir öllu því lagaumhverfi sem fjármálakerfið á Íslandi byggi við. Þessu andæfði ég og sagði forsætisráðherra vera með rangfærslur og útúrsnúninga.
Við þessu brást Geir með hrokafullri yfirlýsingu (vitandi að ég átti ekki kost á að fara aftur í ræðupontu til andsvara): Kemur það ekki úr hörðustu átt þegar hv. þingmaður segir öðrum að hætta að snúa út úr?"
Þetta var ætlað mér.
Ég gerði grein fyrir því hér á síðunni í gær að þessar ásakanir eru rangar og ómaklegar. https://www.ogmundur.is/is/greinar/rangfaerslur-forsaetisradherra
Það er því miður að verða daglegt brauð að ráðherrar í ríkisstjórninni fara með ósannindi. Ekki bara útúrsnúninga heldur helber ósannindi.
Í gær upplýsti DV um nýjustu  yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar af þessu tagi.
Hvað skyldi forsætisráðherranum  finnast um eftirfarandi fréttaflutning DV?
Útúrsnúningar?
Það er kominn tími á afsögn ríkisstjórnarinnar.
Ekki út af þessu smáræði. Þetta er bara dropi í hafið. Haf ósanninda.

http://www.dv.is/frettir/2008/11/4/geir-vidurkennir-tilvist-bokunar/
http://www.dv.is/frettir/2008/11/5/geir-sagdi-fjo/