- Hvað hefði verið sagt ef þessi kynþáttamúr – múr sem reistur er til að skilja að tvær þjóðir, og hafa land af annarri þeirra – hefði verið í Suður-Afríku á apartheid - tímanum?
- Hvers vegna er látið viðgangast mótmælalaust að Ísrael beiti pyntingum í fangelsum? Ísrael er eina landið í heiminum þar sem pyntingar eru beinlínis heimilaðar í lögum!
- Hvers vegna lagðist fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra Íslands gegn því að bygging kynþáttamúrsins yrði kærð til Alþjóðadómstólsins, kæra sem leiddi til sakfellingar Ísraels?
- Hvers vegna fáum við ekki að heyra meira um morð og ofbeldisverk sem ísraelski herinn fremur daglega á herteknu svæðunum í Palestínu?
- Hvers vegna fáum við ekki að heyra af ofbeldi og harðræði sem palestínskir forsetaframbjóðendur eru beittir af hálfu ísraelskra yfirvalda?
- Hvers vegna skyldu íslenskir ráðamenn vera eins ósamkvæmir sjálfum sér og raun ber vitni í afstöðu til Íraks annars vegar og Ísraels hins vegar? Íraksstjórn undir stjórn Saddams Husseins hundsaði á annan tug ályktana Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og var árás á landið m.a. réttlætt í því ljósi. Ísrael hefur hundsað yfrir 40 ályktanir SÞ? Enginn talar um að gera loftárás á Tel Aviv.
- Hvers vegna má Ísrael koma upp kjarnavopnum, ekki Írak og Íran?
- Hvers vegna fáum við ekki að heyra um fílinn á NATÓ fundinum sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra sat, þar sem m.a. var fjallað um Mið-Austurlönd? Ekki var Palestínumönnum boðið til fundarins, ekki heldur Sýrlendingum eða Saudi-Aröbum. Í Arabahreiminum var litið á fundinn sem tilraun til að kynna NATÓ til sögunnar í Mið-austurlöndum sem eitthvað allt annað en það er, nánast ótengt Bandaríkjunum. Ekki tókst það betur en svo að fréttaskýrendur töluðu um að í fundarherbergi NATÓ hefði verið staddur fíll. Sá fíll var að sjálfsögðu Bandaríkin.
Um þetta má lesa á síðunni The Palestinian Initiative for the Promotion of Global Dialogue and Democracy: http://miftah.org/ Á þessari síðu er iðulega að finna fréttir frá aðskiljanlegum fréttastofum, ekki síst stóru vestrænu fréttastofunum.
Hér er nánar um NATÓ fund Davíðs: http://miftah.org/Display.cfm?DocId=5877&CategoryId=11