NÚ ER TÍMINN!
27.10.2009
Hvað varð um baráttu fyrir jöfnum rétti einstæðra feðra? Í stjórnmálum er talað um allt annað en það sem skiptir fólk raunverulegu máli. Staða einstæðra feðra sem greiða meðlög er afar slæm enda hefur yfirlit Lánstrausts sýnt að einstæðir feður eru verst setti þjóðfélagshópurinn. Við sem erum með 50% forræði og berum allar skyldur sem það felur í sér svo sem greiðslur meðlags, höfum engan rétt sem slíkir og fáum hvorki barnabætur né aukinn rétt til húsaleigubóta eða annarrar félagslegrar aðstoðar? Þetta er klárt jafnréttisbrot og furða ég mig á því að ekki skuli vera nein umræða um þetta. Nú er tíminn Ögmundur!
Ragnar