Fara í efni

NÚ VILDU MARGIR LILJU KVEÐIÐ HAFA - EN EKKI ALLIR!

LILJA - MOS
LILJA - MOS

„Starfsfólk hrægammasjóða á Íslandi og andstæðingar útgönguskatts keppast nú við að telja þjóðinni trú um að slíkur skattur sé ólöglegt eignarnám. Slíkar fullyrðingar eru rangar og settar fram til að drepa niður allar tilraunir til að tryggja að almenningur fái stærstan hluta loftbóluhagnaðarins sem myndaðist þegar  forgangskröfur í þrotabúin gengu kaupum og sölum eftir hrun á 4-30% af nafnvirði krafnanna." 
Þannig hefst nýr pistill eftir Lilju Mósesdóttur, hagfræðing og fyrrum þingmanns en hún reið á vaðið með tillögum um útgönguskatt á síðasta kjörtímabili, ekki alltaf við mikinn fögnuð.
Nú vilja margir Lilju kveðið hafa.
Hér er slóð á umræddan pistil Lilju Mósesdóttur:http://liljam.is/greinasafn/2014/leggjum-a-utgonguskatt-og-tryggjum-hagsmuni-thjodarinnar/