Fara í efni

NÝ STEFNA?

Sæll Ögmundur.
Bæjarstjórnarmeirihluti VG og SF í Hafnarfirði samdi nýverið við erlendan banka um endurfjármögnun á eldri lánum sem bærinn hafði ekki staðið í skilum við í nokkurn tíma. Bærinn og erlendi bankinn (eða skilanefnd hans) hafa nú náð samkomulagi um lánin gegn því að Hafnarfjarðarbær veðsetji 15% hlut sinn í hinu opinbera fyrirtæki HS-Veitur. Fyrirtækið sem er í almannaeigu og hefur þann tilgang að sjá um dreifikerfi rafmagns á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Er þetta ný stefna hjá Vinstri Grænum að veðsetja almannafyrirtæki hjá erlendum aðilum? Eða munt þú sem innanríkisráðherra beita þér gegn því að önnur almannafyrirtæki verði veðsett erlendis?
Kv.
Hermundur