Fara í efni

NÝR ATVINNUVEGUR - NÝ HERSTÖÐ?

ESB - atvinnuvegur
ESB - atvinnuvegur
Sú var tíðin að Íslendingar vildu halda hér herstöð óháð því hvort það hefði einhverja þýðingu fyrir okkur aðra en þá að skapa fólki atvinnu.
Nú sýnist mér svipað uppi á teningnum með aðildarumsóknina að ESB. Hún stefnir í að verða atvinnuvegur sem ekki má hrófla við. Á að taka vinnuna af fólki, er spurt með þjósti í leiðurum blaða. Og samninganefndarfólkið, sumt hvert, hamast í blaðaskrifum af meintri umhyggju fyrir þjóðinni; umhyggju fyrir sama fólkinu og ekki var spurt álits hvort halda bæri upp í þessa för sem því miður reyndist annað og verra en við mörg höfðum trúað og miklu verri en hún hefði þurft að vera! Þá var lítið spurt um lýðræði.
Nú fáum við hins vegar að heyra það að verið sé að fótum troða lýðræðið og hafa vinnu af fólki.
Ég hef að sjálfsögðu samúð með öllum sem eru að missa lifsviðurværi sitt - miklu meiri samúð en með hinum sem nú verða af nefndarþóknunum fyrir þrásetu á viðræðufundum um aðlögun Íslands að regluverki ESB.
Það breytir því ekki að aldrei má það verða að ESB-umsóknarferlið verði atvinnuvegur á Íslandi. Ný herstöð.