NÝR FORSETI
27.06.2016
Niðurstaðan í forsetakosningum liggur fyrir. Hún er afgerandi og við sameinumst nú um nýjan forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Vegni honum sem best, megi hann verða farsæll í starfi og hafa áhrif til góðs. Þannig á foresti að vera, áhrifamikill af eigin verðleikum, en ekki valdamikill samkvæmt stjórnarskrá eða kosningaúrslitum. Í því samhengi var það engan veginn slæmt að mínu mati að hann skyldi ekki fá hreinan meirihluta á bak við sig. Forsetaembættið á ekki að vera eða verða valdaembætti.
Sjá fyrri skrif: https://www.ogmundur.is/is/greinar/vil-valdalausan-forseta-med-ahrifamatt